Sunday, May 17, 2015

Jógúrtgerð

Mig hefur langað í nokkurn tíma að búa mér til jógúrt
og dreif í því í dag, 
Aðferðina fékk ég í grúbbu sem ég er í á facebook.




Ég hita fyrst mjólkina upp í 82 gráður í potti 
og held þeim hita í ca. 5 mínútur. 
Það gerir hana þykka. 
Mjög mikilvægt að sleppa ekki þessu skrefi. 


Svo kæli ég mjólkina niður í 42 gráður 
(set pottinn í ísmolavatn í skál í vaskinum). 


Svo helli ég mjólkinni í krukkuna, 
tek frá ca. 1 bolla af mjólk í krús 
og hræri ca. 2msk. Af hreinni jógúrt saman við. 
Helli því svo út í krukkuna og hræri varlega, en jafnt. 



Loka svo og set inn í ofn sem ég stilli á 50, 
en ég veit að hann er aðeins kaldari en það. 
Ég læt jógúrtina alltaf vera amk. 8 tíma 
ef ég mögulega get og oft lengur 
(alveg upp í 12 tíma eða rúmlega það). 





Svo skelli ég henni í ísskápinn og borða þegar hún er köld. 

.

og hún bragðaðist alveg dásamlega.


No comments:

Post a Comment