Tuesday, June 2, 2015

Birkilauf í te.

Í fyrra tíndi ég í fyrsta sinn birkilauf og þurrkaði í te,
ég  fór aftur í dag til að tína meira og þurrka.
Best er að tína ný lauf og fermsti hlutinn af greininni má alveg fylgja með.
Anna Rósa grasalæknir segir um birki:

Birki (Betula pubescens) er talið mjög vatnslosandi og er gjarnan notað við nýrnasjúkdómum. Það er vel þekkt gegn gigtarsjúkdómum, sérstaklega liða-, sóríasis- og þvagsýrugigt. Birki er talið blóðhreinsandi og mikið notað við húðsjúkdómum svo sem exemi og sóríasis ásamt því að vera græðandi útvortis fyrir sár og húðútbrot.




No comments:

Post a Comment