Saturday, June 13, 2015

Blóm í felum risavalmúi og kornblóm.

Í dag líður mér eins og ég hafi unnið í lottóinu.
Ég leigi þetta hús og meðfram því er fullt af stráum
og ég ákvað að skoða þau nánar áður en ég myndi
bruna yfir þau með sláttuvélinni.


Þetta eru stráin.


Í stráunum fann ég risavalmúa sem er kominn með blómaknúbba
og blómstrar appelsínugulum blómum skilst mér.


Og fróðir menn telja þetta vera kornblóm 
það mun blómstra fjólubláum blómum.



Þarna er ég búin að taka burt stráin að hluta 
og þá kom í ljós þetta fína beð 
steinar uppá rönd til að marka fyrir beðinu 
og steinar í beðinu milli blómanna.
Einhver hefur lagt vinnu í þetta beð 
og það gleður mig.

No comments:

Post a Comment