Wednesday, January 6, 2016

Soð í súpur.

Ég elska súpur
og þær eru bestar með heimatilbúnu soði finnst mér.
Ég geymi ísbox með grænmetisafskurði í frystinum
og þegar boxið fyllist sýð ég grænmetisafskurðinn með smá salti og 1 líter af vatni
og vola komið soð í súpu sem má frysta eða geyma í ísskáp í tvo daga.


Ég sá hugmynd á netinu um að gera það sama við fiskafganga
og búa til plokkfisk eða fiskigratin.
Ég mun fljótlega prófa það.


Þarna er grænmetisafskurðurinn kominn í crok-pottinnog vatn með.
Og úr varð dásamlegt soð í súpu.

No comments:

Post a Comment